Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1116, 121. löggjafarþing 259. mál: viðurkenning á menntun og prófskírteinum (flokkun starfsheita).
Lög nr. 37 16. maí 1997.

Lög um breyting á lögum nr. 83/1993, um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum, með áorðnum breytingum.


1. gr.

     1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi gilda um störf sem löggildingu, leyfi eða aðra jafngilda viðurkenningu þarf til og falla undir tilskipanir 89/48/EBE eða 92/51/EBE, sem og viðauka við þær svo sem þeir eru á hverjum tíma, sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið nær til og kveða á um almennar reglur um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum vegna starfsmenntunar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. maí 1997.